Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 19:27 Trump ræðir við fréttamenn um eyrað á sér á blaðamannafundinum í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira