Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-0 | Bæði lið fengu frábær færi til þess að tryggja sér sigurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2024 19:56 Vestramenn héldu hreinu í fyrsta sinn síðan í 4. umferð. vísir/hag Vestri og ÍA gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kerecis-vellinum á Ísafirði í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en bæði lið spiluðu á varfærinn hátt, voru að þreifa fyrir sér og mikið var um slakar sendingar í uppspili liðanna. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn reyndar tvö góð færi en Hinrik Harðarson átti skot í stöng í dauðafæri og Eiður Aron Sigurbjörnsson bjargaði á línu eftir skot Steinars Þorsteinssonar. Þjálfarar liðanna náðu hins vegar báðir að kveikja eld hjá leikmönnum sínum í hálfleik og það færðist mikið fjör í leikinn í þeim síðari. Bæði lið náðu að setja boltann í netið í seinni hálfleiknum, Silas Dylan Songani fyrir Vestra og Árni Salvar Heimisson fyrir Skagamenn, en þau mörk fengu ekki að standa vegna rangstöðu. Vladimir Tufegdzic fékk svo besta færi leiksins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum en hann lék þá á Árna Marínó Einarsson en Oliver Stefánsson truflaði serbneska framherjann nóg til þess að skot hans af stuttu færi fór í stöngina. Benedikt Warén og Marko Vardic fengu svo færi til þess að tryggja sínum liðum sigurinn undir lok leiksins en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli. Vestri er í næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir þessi úrslit en HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 14 stig og KR þar fyrir ofan með 15 stig. HK og KR eigast við í fallbaráttuslag í Kórnum annað kvöld. ÍA er aftur á móti í sjötta sæti með 25 stig en liðið er áfram í seilingarfjarlægð frá sætunum sem veita þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Valur og FH eru í þriðja til fjórða sæti með 28 stig hvort lið og Fram þar fyrir neðan með sín 26 stig. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Davíð Smári: Mér fannst Fatai og Gunnar Jónas stórkostlegir „Það eru blendnar tilfinningar í mínu huga eftir þennan leik. Ég er gríðarlega svekktur með að hafa ekki náð í þrjú stig en stoltur af frammistöðu liðsins. Við fengum færi til þess að tryggja okkur sigurinn en náðu ekki að klára þau og inn vildi boltinn ekki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. „Mér fannst við ragir í fyrri hálfleik, sérstaklega við að spila boltanum í gegnum miðjuna. Það lagaðist í seinni hálfleik. Þessi lið eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar og það var ekki að sjá að þessu sinni. Heilt yfir fannst mér við sterkari og einkum og sér í lagi undir lokin þar sem við hefðum átt að setja sigurmark,“ sagði Davíð Smári enn fremur. „Hópurinn er vissulega orðinn þunnur eftir að Tarik fór og í ljósi meiðsla lykilleikmanna. Balde var svo í leikbanni í dag og það fækkaði kostunum til þess að skipta inná. Mér fannst hins vegar Gunnar Jónas sem kom inná miðjuna fyrir Tarik og Fatai spila stórkostlega í þessum. Við erum að skoða markaðinn og leita að styrkingu á hópnum en það er ekkert fast í hendi,“ sagði hann um stöðu mála á hópnum. Jón Þór: Ótrúlegt að leikurinn hafi endað markalaus „Það er með ólíkindum þessum leik hafi lyktað með markalausu jafntefli. Ég er drullu svekktur að hafa ekki farið með þrjú stig héðan. Mér leið eins og við værum með stjórn á leiknum þar til það var svona koter var eftir. Þá losnaði aðeins um skipulagið og við fórum að fá skyndisóknir á okkur,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Haukur Andri Haraldsson byrjaði sinn fyrsta leik eftir að hann kom á Skagann á nýjan sem lánsmaður frá Lille: „Við vitum alveg hvað Haukur Andri getur og hann sýndi það í þessum leik hvað hann er góður í fótbolta. Það er gott að sjá hann aftur í gulu Skagatreyjunni að leika listir sínar,“ sagði Jón Þór þar að auki. Aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í herbúðir Skagamanna sagði Jón Þór svo ekki vera: „Nei það er ekkert í deiglunni með nýja leikmenn. Við erum sáttir við stöðuna á leikmannahópnum eins og staðan er núna og ég býst við að klára þetta mót með þá leikmenn sem eru í honum núna,“ sagði hann um leikmannagluggann. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Bæði lið vildu meina að mörk hefðu verið ranglega flögguð af þeim vegna rangstöðu. Þá fengu bæði lið dauðafæri til þess að sigla þremur stigum í höfn án þess að verða árangur sem erfiði. Það er í raun með ólíkindum að leiknum hafi lyktað með markalausu jafntefli þegar tekið er tillit til fjörsins í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Eiður Aron Sigurbjörnsson var öflugur í hjarta varnarinnar hjá Vestra. Gunnar Jónas Hauksson kom af krafti inn á miðsvæðið hjá heimamönnum. Benedikt Warén var svo eins og vanalega potturinn og pannan í sóknarleik Vestraliðsins. Erik Sandberg var öruggur í sínum aðgerðum i miðri vörn Skagaliðsins. Haukur Andri Haraldsson sýndi lipra takta inni á miðjunni. Steinar Þorsteinsson var svo iðinn við að koma samherjum sínum í góðar stöður. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason tóku nokkrar umdeilanlegar ákvarðanir en virtust hafa neglt þær allar. Tæpast stóð þó þegar Árni Salvar kom boltanum í netið. Frammistaða dómarateymisins skilar þeim sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Heimamenn létu vel í sér heyra og það var gaman af því að nokkrir háværir Skagamann voru mættir vestur. Helstu stuðningsmmenn tókust á um ákvarðanir dómarateymisins og gang mála sem var bara vinalegt og skemmtilegt að fylgjast með. Allt upp á tíu fyrir vestan. Það mætti reyndar skoða það að kippa því í liðinn að rafmagnið detti ekki nokkrum sinnum út á vellinum þannig að útsending frá leikjum þaðan frjósi ekki. Besta deild karla Vestri ÍA
Vestri og ÍA gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kerecis-vellinum á Ísafirði í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en bæði lið spiluðu á varfærinn hátt, voru að þreifa fyrir sér og mikið var um slakar sendingar í uppspili liðanna. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn reyndar tvö góð færi en Hinrik Harðarson átti skot í stöng í dauðafæri og Eiður Aron Sigurbjörnsson bjargaði á línu eftir skot Steinars Þorsteinssonar. Þjálfarar liðanna náðu hins vegar báðir að kveikja eld hjá leikmönnum sínum í hálfleik og það færðist mikið fjör í leikinn í þeim síðari. Bæði lið náðu að setja boltann í netið í seinni hálfleiknum, Silas Dylan Songani fyrir Vestra og Árni Salvar Heimisson fyrir Skagamenn, en þau mörk fengu ekki að standa vegna rangstöðu. Vladimir Tufegdzic fékk svo besta færi leiksins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum en hann lék þá á Árna Marínó Einarsson en Oliver Stefánsson truflaði serbneska framherjann nóg til þess að skot hans af stuttu færi fór í stöngina. Benedikt Warén og Marko Vardic fengu svo færi til þess að tryggja sínum liðum sigurinn undir lok leiksins en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli. Vestri er í næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir þessi úrslit en HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 14 stig og KR þar fyrir ofan með 15 stig. HK og KR eigast við í fallbaráttuslag í Kórnum annað kvöld. ÍA er aftur á móti í sjötta sæti með 25 stig en liðið er áfram í seilingarfjarlægð frá sætunum sem veita þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Valur og FH eru í þriðja til fjórða sæti með 28 stig hvort lið og Fram þar fyrir neðan með sín 26 stig. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Davíð Smári: Mér fannst Fatai og Gunnar Jónas stórkostlegir „Það eru blendnar tilfinningar í mínu huga eftir þennan leik. Ég er gríðarlega svekktur með að hafa ekki náð í þrjú stig en stoltur af frammistöðu liðsins. Við fengum færi til þess að tryggja okkur sigurinn en náðu ekki að klára þau og inn vildi boltinn ekki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. „Mér fannst við ragir í fyrri hálfleik, sérstaklega við að spila boltanum í gegnum miðjuna. Það lagaðist í seinni hálfleik. Þessi lið eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar og það var ekki að sjá að þessu sinni. Heilt yfir fannst mér við sterkari og einkum og sér í lagi undir lokin þar sem við hefðum átt að setja sigurmark,“ sagði Davíð Smári enn fremur. „Hópurinn er vissulega orðinn þunnur eftir að Tarik fór og í ljósi meiðsla lykilleikmanna. Balde var svo í leikbanni í dag og það fækkaði kostunum til þess að skipta inná. Mér fannst hins vegar Gunnar Jónas sem kom inná miðjuna fyrir Tarik og Fatai spila stórkostlega í þessum. Við erum að skoða markaðinn og leita að styrkingu á hópnum en það er ekkert fast í hendi,“ sagði hann um stöðu mála á hópnum. Jón Þór: Ótrúlegt að leikurinn hafi endað markalaus „Það er með ólíkindum þessum leik hafi lyktað með markalausu jafntefli. Ég er drullu svekktur að hafa ekki farið með þrjú stig héðan. Mér leið eins og við værum með stjórn á leiknum þar til það var svona koter var eftir. Þá losnaði aðeins um skipulagið og við fórum að fá skyndisóknir á okkur,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Haukur Andri Haraldsson byrjaði sinn fyrsta leik eftir að hann kom á Skagann á nýjan sem lánsmaður frá Lille: „Við vitum alveg hvað Haukur Andri getur og hann sýndi það í þessum leik hvað hann er góður í fótbolta. Það er gott að sjá hann aftur í gulu Skagatreyjunni að leika listir sínar,“ sagði Jón Þór þar að auki. Aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í herbúðir Skagamanna sagði Jón Þór svo ekki vera: „Nei það er ekkert í deiglunni með nýja leikmenn. Við erum sáttir við stöðuna á leikmannahópnum eins og staðan er núna og ég býst við að klára þetta mót með þá leikmenn sem eru í honum núna,“ sagði hann um leikmannagluggann. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Bæði lið vildu meina að mörk hefðu verið ranglega flögguð af þeim vegna rangstöðu. Þá fengu bæði lið dauðafæri til þess að sigla þremur stigum í höfn án þess að verða árangur sem erfiði. Það er í raun með ólíkindum að leiknum hafi lyktað með markalausu jafntefli þegar tekið er tillit til fjörsins í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Eiður Aron Sigurbjörnsson var öflugur í hjarta varnarinnar hjá Vestra. Gunnar Jónas Hauksson kom af krafti inn á miðsvæðið hjá heimamönnum. Benedikt Warén var svo eins og vanalega potturinn og pannan í sóknarleik Vestraliðsins. Erik Sandberg var öruggur í sínum aðgerðum i miðri vörn Skagaliðsins. Haukur Andri Haraldsson sýndi lipra takta inni á miðjunni. Steinar Þorsteinsson var svo iðinn við að koma samherjum sínum í góðar stöður. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason tóku nokkrar umdeilanlegar ákvarðanir en virtust hafa neglt þær allar. Tæpast stóð þó þegar Árni Salvar kom boltanum í netið. Frammistaða dómarateymisins skilar þeim sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Heimamenn létu vel í sér heyra og það var gaman af því að nokkrir háværir Skagamann voru mættir vestur. Helstu stuðningsmmenn tókust á um ákvarðanir dómarateymisins og gang mála sem var bara vinalegt og skemmtilegt að fylgjast með. Allt upp á tíu fyrir vestan. Það mætti reyndar skoða það að kippa því í liðinn að rafmagnið detti ekki nokkrum sinnum út á vellinum þannig að útsending frá leikjum þaðan frjósi ekki.
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum