„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 18:57 Sveinn Rúnar er heiðursborgari í Palestínu og þekkti Ismail Haniyeh persónulega. AP Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira