Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 13:41 Macron hefur hvatt dönsk stjórnvöld til að framselja hann ekki. Vísir/Samsett Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. Skrifstofa embættis forseta greindi frá því í gær að Macron fylgdist grannt með framvindu málsins og sé í virkum samskiptum við dönsk stjórnvöld. Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá því að netundirskriftasöfnun sé hafin í Frakklandi. Tæplega fjögur hundruð þúsund manns hafa þegar skrifað undir kröfu um Watson verði látinn laus. Landi Macrons, leikkonan og aðgerðarsinninn Brigitte Bardot, hefur einnig tjáð sig um málið. „Við skulum gera allt sem við getum til að koma Paul til bjargar,“ segir hún í samtali við franska miðilinn Le Parisien. Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Watson fyrir tólf árum síðan að beiðni japanskra stjórnvalda. Hann er sakaður um að hafa veist að japönskum hvalveiðimönnum við Suðurskautslandið til að hindra þá við veiðar. Lögmenn Watsons vilja meina að framsal hans brjóti í bága við mannréttindasáttmála. Samkvæmt umfjöllun grænlenska ríkisútvarpsins er það upp á dómsmálaráðuneyti Danmerkur komið hvort aðgerðarsinninn verði framseldur eður ei. Grænland Frakkland Umhverfismál Dýr Danmörk Hvalveiðar Hvalir Tengdar fréttir Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Skrifstofa embættis forseta greindi frá því í gær að Macron fylgdist grannt með framvindu málsins og sé í virkum samskiptum við dönsk stjórnvöld. Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá því að netundirskriftasöfnun sé hafin í Frakklandi. Tæplega fjögur hundruð þúsund manns hafa þegar skrifað undir kröfu um Watson verði látinn laus. Landi Macrons, leikkonan og aðgerðarsinninn Brigitte Bardot, hefur einnig tjáð sig um málið. „Við skulum gera allt sem við getum til að koma Paul til bjargar,“ segir hún í samtali við franska miðilinn Le Parisien. Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Watson fyrir tólf árum síðan að beiðni japanskra stjórnvalda. Hann er sakaður um að hafa veist að japönskum hvalveiðimönnum við Suðurskautslandið til að hindra þá við veiðar. Lögmenn Watsons vilja meina að framsal hans brjóti í bága við mannréttindasáttmála. Samkvæmt umfjöllun grænlenska ríkisútvarpsins er það upp á dómsmálaráðuneyti Danmerkur komið hvort aðgerðarsinninn verði framseldur eður ei.
Grænland Frakkland Umhverfismál Dýr Danmörk Hvalveiðar Hvalir Tengdar fréttir Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06