„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 12:30 Fanndis Friðriksdóttir Vísir/Anton Brink „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira