Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 00:10 Áköll um að Biden stigi til hliðar í komandi forsetakosningum hafa magnast. EPA/Jim Lo Scalzo Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum. Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum.
Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02
Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06
Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12