Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2024 19:10 Mynd af broti úr eldflauginni sem Úkraínumenn birtu í dag. Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07