„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2024 06:29 Forsetinn var harðorður og kallaðir eftir meiri stuðningi. Vísir/EPA Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. „Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26