Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 09:56 Veðrið leikur ekki við landann, eða ferðamennina, þessa dagana. Vísir/Arnar Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi. Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi.
Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira