„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:46 Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/anton brink Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15