Frederiksen enn ekki með sjálfri sér eftir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:52 Mette Frederiksen segir eitthvað gerjast í dönsku samfélagi sem þýði að stjórnmálamenn þurfi að vera varari um sig á opinberum stöðum en áður. Vísir/EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani. Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“ Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“
Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16
Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent