Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 09:27 Almog Meir Jan, einn gíslanna sem var frelsaður á laugardag, í fylgd ísraelskra hermanna. Hann er sagður einn þriggja gísla sem fundust á heimili blaðamanns. AP/Tomer Appelbaum Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28