Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 19:52 Aðgerðir Ísraelshers voru framkvæmdar í miðju íbúahverfi. Jehad Alshrafi/AP Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. „Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00