Íslenski boltinn

Sjáðu markasúpu Stjörnunnar og hvernig Breiða­blik kláraði Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Frosti Þorkelsson fagnar marki sínu gegn KA. Steinþór Már Auðunsson og Hans Viktor Guðmundsson eru ekki jafn sáttir.
Róbert Frosti Þorkelsson fagnar marki sínu gegn KA. Steinþór Már Auðunsson og Hans Viktor Guðmundsson eru ekki jafn sáttir. vísir/anton

Tíu mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Bestu deild karla í gær. Stjarnan vann stórsigur á KA, 5-0, og Breiðablik gerði góða ferð upp í Úlfarsárdal og sigraði Fram, 1-4.

Stjörnumenn gengu hreint til verks gegn KA-mönnum og voru komnir í 2-0 eftir átta mínútur. Örvar Eggertsson og Emil Atlason skoruðu mörkin. Emil skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks.

Ungstirnin Helgi Fróði Ingason og Róbert Frosti Þorkelsson skoruðu síðan tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd.

Klippa: Stjarnan 5-0 KA

Fram náði forystunni gegn Breiðabliki þegar Guðmundur Magnússon skoraði á 15. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Viktor Karl Einarsson í 1-1 og þannig var staðan þangað til á 73. mínútu.

Þá kom Aron Bjarnason Blikum yfir og Viktor Karl og Ísak Snær Þorvaldsson bættu svo við mörkum áður en yfir lauk.

Klippa: Fram 1-4 Breiðablik

Mörkin úr leikjunum tveimur í gær má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Þegar við fengum sénsana þá tókum við þá“

Breiðablik gerðu sér góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem þeir heimsóttu Fram og höfðu betur 1-4 í 8.umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö mörk í liði gestanna.

„Svona eru í­þróttir“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 

„Frammi­staðan til fyrir­myndar í dag“

Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar.

Upp­­­gjör, myndir og við­töl: Stjarnan-KA 5-0 | Ein­­stefna í Garða­bæ

Stjarnan tók á móti KA í 8. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik þar sem KA virtist vera að finna taktinn eftir afleitlega byrjun á tímabilinu. Á sama tíma hafði Stjarnan tapað síðasta leik í deildinni og komu særðir til leiks. Til að gera langa sögu stutta hafði það engin áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×