„Svona eru íþróttir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:46 Hallgrímur hefur náð smá lit í sólinni í Garðabæ. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. „Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
„Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira