Talið að Man Utd láti Ten Hag fara eftir úrslitaleikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 20:00 Skilaði titli í hús á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn um helgina. Simon Stacpoole/Getty Images Það virðist ekki sem sigur í ensku bikarkeppninni bjargi knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Hann ku vera látinn fara sama hvort Manchester United leggi ríkjandi meistara og nágranna sína í Man City eður ei. Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira