Talið að Man Utd láti Ten Hag fara eftir úrslitaleikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 20:00 Skilaði titli í hús á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn um helgina. Simon Stacpoole/Getty Images Það virðist ekki sem sigur í ensku bikarkeppninni bjargi knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Hann ku vera látinn fara sama hvort Manchester United leggi ríkjandi meistara og nágranna sína í Man City eður ei. Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira