Kaupstefna Brighton ástæðan fyrir brotthvarfi De Zerbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 23:31 Mun ekki stýra Brighton á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira