Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2024 10:00 Casemiro vill eflaust gleyma frammistöðu sinni gegn Crystal Palace sem fyrst. getty/Zac Goodwin Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. Vegna mikilla meiðsla var Casemiro notaður í vörn United í leiknum á Selhurst Park í gær. Hann átti mjög erfitt uppdráttar og sóknarmenn Palace fóru oft illa með hann. Carragher segir sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir Casemiro sem hefur átt afar farsælan feril. Hann vann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Real Madrid. „Ég held að Casemiro ætti núna að vita að hann ætti bara að eiga þrjá leiki eftir á hæsta getustigi. Næstu tvo deildarleiki og svo bikarúrslitaleikinn. Síðan ætti hann að hugsa: Ég þarf að komast í MLS eða til Sádi-Arabíu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Þetta verður að enda því við erum að horfa á frábæran leikmann. Ég man alltaf eftir að hafa sagt: Yfirgefðu fótboltann áður en hann yfirgefur þig. Og fótboltinn hefur yfirgefið hann. Hann verður að segja þetta gott á þessu stigi og færa sig um set. Svona leikmaður ætti ekki þurfa þræla sér í gegnum þetta. Hann er of góður leikmaður til að eiga svona frammistöðu og vera aðhlátursefni gegn Palace.“ Casemiro kom til United frá Real Madrid fyrir síðasta tímabil. Hann lék vel í fyrra en hefur ekki átt góðu gengi að fagna í vetur, ekki frekar en aðrir leikmenn United sem er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir „Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. 7. maí 2024 09:01 Ten Hag: Leikmennirnir hefðu átt að halda áfram að berjast líkt og stuðningsfólkið Manchester United mátti þola 4-0 tap gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2024 23:02 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Vegna mikilla meiðsla var Casemiro notaður í vörn United í leiknum á Selhurst Park í gær. Hann átti mjög erfitt uppdráttar og sóknarmenn Palace fóru oft illa með hann. Carragher segir sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir Casemiro sem hefur átt afar farsælan feril. Hann vann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Real Madrid. „Ég held að Casemiro ætti núna að vita að hann ætti bara að eiga þrjá leiki eftir á hæsta getustigi. Næstu tvo deildarleiki og svo bikarúrslitaleikinn. Síðan ætti hann að hugsa: Ég þarf að komast í MLS eða til Sádi-Arabíu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Þetta verður að enda því við erum að horfa á frábæran leikmann. Ég man alltaf eftir að hafa sagt: Yfirgefðu fótboltann áður en hann yfirgefur þig. Og fótboltinn hefur yfirgefið hann. Hann verður að segja þetta gott á þessu stigi og færa sig um set. Svona leikmaður ætti ekki þurfa þræla sér í gegnum þetta. Hann er of góður leikmaður til að eiga svona frammistöðu og vera aðhlátursefni gegn Palace.“ Casemiro kom til United frá Real Madrid fyrir síðasta tímabil. Hann lék vel í fyrra en hefur ekki átt góðu gengi að fagna í vetur, ekki frekar en aðrir leikmenn United sem er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. 7. maí 2024 09:01 Ten Hag: Leikmennirnir hefðu átt að halda áfram að berjast líkt og stuðningsfólkið Manchester United mátti þola 4-0 tap gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2024 23:02 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. 7. maí 2024 09:01
Ten Hag: Leikmennirnir hefðu átt að halda áfram að berjast líkt og stuðningsfólkið Manchester United mátti þola 4-0 tap gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2024 23:02