Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 23:54 Noem (t.v.) hitti aldrei Kim Jong-un (t.h.) en drap vissulega veiðihundinn sinn Cricket. Hundurinn á myndinni er sömu tegundar og Cricket heitin. Vísir Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira