Hundar

Fréttamynd

Hunda­hvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa

Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Hunda­skítur fyrir utan kosningamiðstöð Baldurs vekur spurningar

Starfsmönnum kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar brá heldur betur í brún þegar þeir komu að miklu magni af hundaskít, í og utan poka, við inngang kosningamiðstöðvarinnar snemma í gærmorgun. Grunur er um að honum hafi viljandi verið komið þarna fyrir af óprúttnum aðila sem skilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Hundar mæta í vinnuna með eig­endum sínum

Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna.

Lífið
Fréttamynd

Vara­for­seta­efni í bobba vegna hunds­dráps og meints fundar með Kim

Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu hræ fimm hvolpa í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóð­legi leið­sögu­hunda­dagurinn

Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation.

Skoðun
Fréttamynd

Á­bendingum um að­stoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjöl­skylduna

Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla.

Lífið
Fréttamynd

Hundi bjargað úr sprungu í Hafnar­firði

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út í dag þegar tilkynnt var um að hundur sem var á göngu með eiganda sínum við Stórhöfðastíg, hefði dottið ofan í þrönga og djúpa sprungu og kæmist hvergi.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­eva, Bene­dikt og nú Rómeó

Sunneva Einarsdóttir, einn liðsmanna LXS-hópsins og samfélagsmiðlastjarna, frumsýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn í gær. Um er að ræða hundinn Rómeó.

Lífið
Fréttamynd

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Lífið
Fréttamynd

Fundu lungnaorm í inn­fluttum hundi

Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum

Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. 

Erlent
Fréttamynd

Ung­lingur hótaði hópi með hnífi

Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd.

Innlent