Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2024 06:59 Ísraelskir hermenn á svæði þar sem flutningabifreiðar sæta skoðun áður en þær fá að fara inn á Gasa með neyðargögn. AP/Ohad Zwigenberg Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira