„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 22:05 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. „Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti