„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason á langan bataveg fyrir höndum. Vísir/Ívar Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50