Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 07:28 Teikning af Trump í dómsal í gær. Þess má geta að forsetinn fyrrverandi hefur verið afar óánægður með það hvernig hann hefur verið teiknaður. AP/Elizabeth Williams David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira