Íslenski boltinn

Ó­­­trú­­legur lækninga­máttur í dalnum vekur furðu

Aron Guðmundsson skrifar
Fékk Guy Smit, markvörður KR, bót meina sinna í gegnum markmannshanskann? Eða er ekki frekar um að ræða vel útfærða brellu hjá KR.
Fékk Guy Smit, markvörður KR, bót meina sinna í gegnum markmannshanskann? Eða er ekki frekar um að ræða vel útfærða brellu hjá KR. Vísir

KR-ingar not­færðu sér nokkuð ný­lega brellu úr brellu­bók knatt­spyrnu­heimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um ný­liðna helgi. At­vikið var til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir.

At­vikið var til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnu­daginn í sam­hengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálf­leik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu um­ferð deildarinnar.

„Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björns­son, einn sér­fræðinga Stúkunnar. „Það voru at­vik, þarna í fyrri hálf­leiknum sér­stak­lega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auð­velt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“

Á þessum tíma­punkti fyrri hálf­leiksins virðist Guy Smit, mark­verði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á að­hlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður.

„Skila­boðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leik­menn KR kallaðir á fund á hliðar­línunni og komið á fram­færi við þá ein­hverjum breytingum á leik­skipu­laginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar.

KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til ný­legri brellu úr brellu­bók knatt­spyrnu­heimsins. Brellu sem hefur verið beitt tölu­vert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir.

„Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr mark­manns­hanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guð­mundur Bene­dikts­son, um­sjónar­maður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann.

Við erum að sjá þetta gerast víða. Mark­menn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa mark­manninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið að­hlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að um­ræddur mark­vörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“

Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“Fleiri fréttir

Sjá meira


×