Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2024 11:50 Fékk Guy Smit, markvörður KR, bót meina sinna í gegnum markmannshanskann? Eða er ekki frekar um að ræða vel útfærða brellu hjá KR. Vísir KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“ Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“
Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira