Enski boltinn

For­est vill hljóð­upp­töku dómara­her­bergins frá leiknum gegn E­ver­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Forest vildi ekki eina, ekki tvær heldur þrjár vítaspyrnur gegn Everton.
Forest vildi ekki eina, ekki tvær heldur þrjár vítaspyrnur gegn Everton. Alex Livesey/Getty Images

Nottingham Forest hefur krafist þess að enska úrvalsdeildin opinberi hljóðupptöku dómara úr leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Forest er brjálað yfir því að fá ekki vítaspyrnu, eða þrjár, í leiknum.

Eftir tapið gegn Everton á dögunum birti Forest hreint út sagt ótrúleg skilaboð á X-aðgangi sínum, áður Twitter, þar sem myndbandsdómari leiksins var ásakaður um hlutdrægni. Stuart Attwell var myndbandsdómari leiksins en sá er upprunalega aðdáandi Luton Town, liðs sem er í harði fallbaráttu við Forest.

Nú hefur breska ríkisútvarpið, BBC, greint frá því að Forest hafi heimtað að hljóðupptaka dómara leiksins verði gerð opinber.

Að sama skapi hefur enska knattspyrnusambandið beðið þjálfarann Nuno Esperito Santo, varnarmanninn Neco Williams, og Mark Clattenburg – fyrrverandi dómara og núverandi greinanda Forest – um útskýringar á ummælum þeirra eftir leik.

Ashley Young, varnarmaður Everton sem var viðloðandi öll þrjú atvikin í leiknum gegn Forest, hefur ákveðið að hella olíu á eldinn með eftirfarandi færslu á X-aðgangi sínum:

Sem stendur er Everton með 30 stig að loknum 33 leikjum, fimm stigum frá fallsæti. Forest er með 26 stig, aðeins stigi frá fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×