„Þetta fór svolítið mikið yfir á þeirra forsendur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 22:13 Ólafur Kristjánsson stýrði kvennaliði í fyrsta sinn í kvöld. vísir / anton brink „Bara gott að vera komin í gang. Jafntefli, auðvitað hefði ég viljað sigur en ég held þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit“ sagði Ólafur Kristjánsson að leik Fylkis og Þróttar loknum. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan. Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira