„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2024 12:21 Rúnar þjálfaði KR árum saman en skipti í Fram í vetur. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00. Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Rúnar hefur ekki mætt KR áður í deildarleik, enda KR eina liðið sem hann hefur leikið fyrir og þjálfað hér álandi. Hann fékk þó að prófa að mæta KR í vetur. „Eigum við ekki að segja að þetta sé annað skiptið. Við spiluðum við þá í Reykjavíkurmótinu í janúar, þá prófaði ég það í fyrsta skipti. Annars er þetta fyrsta skiptið í alvöru móti,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar var þjálfari KR-liðsins frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til síðasta haust. Það verði sérstök tilfinning fyrir hann að mæta KR-ingunum. „Jú, auðvitað er þetta það. En maður er bara í vinnu í öðru félagi í dag og sinnir því eins vel og maður getur. Þetta er hluti af þessum keppnum, maður fer í alla leiki til að vinna óháð því hverjum maður mætir. Þegar maður er keppnismaður vill maður bara vinna fyrir sig og liðið sitt og það er ekkert öðruvísi í dag,“ segir Rúnar. Synd að geta ekki verið vestur í bæ Grasið á KR-vellinum er ekki klárt og verður leikur dagsins leikinn á Avis-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Rúnar segir synd að geta ekki leikið í Vesturbænum. „Það er leiðinlegt fyrir alla aðila, mína leikmenn, mig og KR-inga að geta ekki spilað á sínum heimavelli. Þannig er þetta bara á Íslandi í dag þegar mótið hefst svona snemma, sem er auðvitað vel. Vallaraðstæður hjá þeim sem eru með grasvelli eru bara þannig því miður að vellirnir eru ekki tilbúnir og þá þarf þetta að vera svona,“ segir Rúnar. KR hefur byrjað vel, unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fram vann sinn fyrsta leik við Vestra og var liðið óheppið að tapa fyrir tvöföldum meisturum Víkings í annarri umferðinni. Rúnar býst við hörkuleik og stefnir á sigur. „KR-ingarnir eru búnir að vera mjög öflugir. Þeir hlaupa mikið og eru beinskeyttir. Það er mikill kraftur í þeim og jákvæðni í kringum liðið og leikmennina. Við verðum að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, við viljum auðvitað reyna að vinna leikinn og leggjum hann upp þannig að við ætlum að reyna að vinna. En jafntefli á útivelli væru alltaf jákvæð úrslit fyrir okkur en á miðað við hvernig við höfum farið af stað og litið höfum við alveg möguleika á að stríða þeim. Við ætlum að reyna að vinna leikinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar. Leikur KR og Fram hefst klukkan 16:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 16:00.
Besta deild karla Fram KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira