„Vorum að spila á móti besta liði landsins“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 22:42 John Andrews, þjálfari Víkinga. Vísir/Anton Brink John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. „Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira
„Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira