„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 22:04 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir / Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira