Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:19 Bjarni Mark Duffield er genginn í raðir Valsmanna. Valur Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti