Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:31 Þrátt fyrir að hafa misst af Gylfa fagnar Arnar komu hans í íslenska boltann og vonast til að sjá hann í Víkinni í kvöld. Samsett/Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42