Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 14:12 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla átaka í Súdan á undanförnum mánuðum. AP/Gregorio Borgia Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira