Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. mars 2024 21:10 Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. AP Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira