Gylfi spilar á Íslandi daginn fyrir EM-umspilið Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað á Íslandi á miðvikudaginn. Valur/STYRMIR ÞÓR BRAGASON Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, er sagður spila sinn fyrsta leik í búningi Vals á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“ Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“
Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn