Gylfi spilar á Íslandi daginn fyrir EM-umspilið Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað á Íslandi á miðvikudaginn. Valur/STYRMIR ÞÓR BRAGASON Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, er sagður spila sinn fyrsta leik í búningi Vals á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“ Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“
Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira