Åge ánægður með að Gylfi sé óánægður 15. mars 2024 16:35 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Þar var hann spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshópinn fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku. Vísir/Getty Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku var opinberaður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið staðfest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sjálfur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun landsliðsþjálfarans Åge Hareide. Norðmaðurinn sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag og var spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í landsliðið. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
„Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira