Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 07:14 Reykur stígur til himins frá Gasa í gærkvöldi. AP/Ariel Schalit Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira