Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 09:20 Harris heimsótti heilsugæslu Planned Parenthood í gær þar sem konur geta fengið þungunarrof. AP/Adam Bettcher Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu. Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira