Besta sætið: Engar afsakanir lengur hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2024 09:00 Valur mætir ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla sunnudaginn 7. apríl. vísir/hulda margrét Ekkert annað en Íslandsmeistaratitill kemur til greina hjá Valsmönnum í sumar. Þetta segja Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson. Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira