Besta sætið: Engar afsakanir lengur hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2024 09:00 Valur mætir ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla sunnudaginn 7. apríl. vísir/hulda margrét Ekkert annað en Íslandsmeistaratitill kemur til greina hjá Valsmönnum í sumar. Þetta segja Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson. Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira