Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 11. mars 2024 07:00 Axel Óskar er mættur í Vesturbæinn. Vísir/Ívar Fannar „Að fá að spila fyrir stærsta félag Íslands. Flestir titlar, sagan segir sitt. Ég er mjög sáttur að vera kominn hingað,“ sagði Axel Óskar Andrésson, nýjasti leikmaður KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var eftirsóttur en valdi á endanum KR og stefnir á að sýna landi og þjóð hvað hann getur í sumar. „Það voru nokkur lið í myndinni hér á landi sem og lið úti. Það voru lið sem voru kannski örlítið of langt frá. Ég á sex mánaða dóttur núna og maður þarf aðeins að hugsa um fjölskyldulífið líka. Þetta var besta lendingin og ég er ótrúlega spenntur fyrir komandi tímum hjá KR.“ „Það var mikið af þreifingum og ég var ekki alveg að detta inn á eitthvað úti Svo höfðu KR-ingarnir samband og mér leist vel á það. Gaman að keyra á þetta á Íslandi og spila með stærsta félagi Íslands.“ „Þeir eru búnir að ná í hörku leikmenn. Alex (Þór Hauksson), Aron (Sigurðarson) og alla þessa stráka. Liðið sjálft er ótrúlega flott. Það heillaði að koma og reyna hjálpa þessum sögufræga klúbbi að vinna titla aftur,“ sagði Axel Óskar aðspurður af hverju hann væri kominn í KR. „Búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið“ Hinn 26 ára gamli Axel Óskar fór ungur að árum til Reading á Englandi. Þaðan lá leiðin til Noregs og svo Lettlands áður en hann endaði í Svíþjóð. Lið í Eystrasaltslöndunum voru áhugasöm en þau hentuðu einfaldlega ekki þar sem Axel Óskar þarf einnig að hugsa um hvað er best fyrir fjölskylduna. Hann er þó sáttur með tíma sinn í atvinnumennsku. „Hann hefur verið frábær, ótrúlega mikil reynsla. Maður hefur búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið. Það verður kannski smá skrítið að búa aftur á Íslandi, maður er orðinn smá útlendingur núna. Það er bara gaman og hlakka ótrúlega til komandi tíma.“ Klippa: Axel Óskar: Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Axel Óskar átti erfitt með að nefna eitthvað eitt sem hefur staðið upp úr á ferlinum til þessa en tók þó fram að England og sá fótbolti sem er spilaður þar henti sér frá A til Ö. Hann mun eflaust heimsækja landið eitthvað á komandi misserum en bróðir hans, markvörðurinn Jökull Andrésson, er enn leikmaður Reading. Axel Óskar var sjálfur bara táningur þegar hann fór til Reading. „Það var æðislegt. Ekki skemmdi fyrir að öll fjölskyldan fór með út, tveir litlir bræður og mamma og pabbi. Þetta var ótrúlegur tími og að vera þar í sex ár var ótrúlega gaman, svo tók fótboltaferillinn við.“ Gregg Ryder mun stýra KR í sumar en hann er frá Englandi. Axel Óskar játti því að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Leist langbest á KR“ „Að sjálfsögðu. Frá fyrsta fundi með Gregg leist mér ótrúlega vel á verkefnið og hvernig hann er búinn að setja upp verkefnið. Er búinn að æfa tvisvar (með liðinu), mánuður til stefnu. Stutt í mót, hef samt engar áhyggjur að ég komi mér ekki í gott stand og get ekki beðið eftir að æfa með þessum fagmönnum.“ Axel Óskar Andrésson hefur gert 3 ára samning við KR.Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði Axel með Örebro í Svíþjóð. Vertu velkominn Axel, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni í sumar. pic.twitter.com/UUqonwvmhk— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 8, 2024 „Markmiðið er alltaf að spila á sem hæstu getustigi. Ef það kemur upp í framtíðinni að fara aftur út og það er í fínu landi upp á fjölskylduaðstæður að gera þá er ég opinn fyrir því að spila á eins háu getustigi og hægt er. Að þessu sinni leist mér langbest á KR.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Það voru nokkur lið í myndinni hér á landi sem og lið úti. Það voru lið sem voru kannski örlítið of langt frá. Ég á sex mánaða dóttur núna og maður þarf aðeins að hugsa um fjölskyldulífið líka. Þetta var besta lendingin og ég er ótrúlega spenntur fyrir komandi tímum hjá KR.“ „Það var mikið af þreifingum og ég var ekki alveg að detta inn á eitthvað úti Svo höfðu KR-ingarnir samband og mér leist vel á það. Gaman að keyra á þetta á Íslandi og spila með stærsta félagi Íslands.“ „Þeir eru búnir að ná í hörku leikmenn. Alex (Þór Hauksson), Aron (Sigurðarson) og alla þessa stráka. Liðið sjálft er ótrúlega flott. Það heillaði að koma og reyna hjálpa þessum sögufræga klúbbi að vinna titla aftur,“ sagði Axel Óskar aðspurður af hverju hann væri kominn í KR. „Búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið“ Hinn 26 ára gamli Axel Óskar fór ungur að árum til Reading á Englandi. Þaðan lá leiðin til Noregs og svo Lettlands áður en hann endaði í Svíþjóð. Lið í Eystrasaltslöndunum voru áhugasöm en þau hentuðu einfaldlega ekki þar sem Axel Óskar þarf einnig að hugsa um hvað er best fyrir fjölskylduna. Hann er þó sáttur með tíma sinn í atvinnumennsku. „Hann hefur verið frábær, ótrúlega mikil reynsla. Maður hefur búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið. Það verður kannski smá skrítið að búa aftur á Íslandi, maður er orðinn smá útlendingur núna. Það er bara gaman og hlakka ótrúlega til komandi tíma.“ Klippa: Axel Óskar: Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Axel Óskar átti erfitt með að nefna eitthvað eitt sem hefur staðið upp úr á ferlinum til þessa en tók þó fram að England og sá fótbolti sem er spilaður þar henti sér frá A til Ö. Hann mun eflaust heimsækja landið eitthvað á komandi misserum en bróðir hans, markvörðurinn Jökull Andrésson, er enn leikmaður Reading. Axel Óskar var sjálfur bara táningur þegar hann fór til Reading. „Það var æðislegt. Ekki skemmdi fyrir að öll fjölskyldan fór með út, tveir litlir bræður og mamma og pabbi. Þetta var ótrúlegur tími og að vera þar í sex ár var ótrúlega gaman, svo tók fótboltaferillinn við.“ Gregg Ryder mun stýra KR í sumar en hann er frá Englandi. Axel Óskar játti því að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Leist langbest á KR“ „Að sjálfsögðu. Frá fyrsta fundi með Gregg leist mér ótrúlega vel á verkefnið og hvernig hann er búinn að setja upp verkefnið. Er búinn að æfa tvisvar (með liðinu), mánuður til stefnu. Stutt í mót, hef samt engar áhyggjur að ég komi mér ekki í gott stand og get ekki beðið eftir að æfa með þessum fagmönnum.“ Axel Óskar Andrésson hefur gert 3 ára samning við KR.Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði Axel með Örebro í Svíþjóð. Vertu velkominn Axel, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni í sumar. pic.twitter.com/UUqonwvmhk— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 8, 2024 „Markmiðið er alltaf að spila á sem hæstu getustigi. Ef það kemur upp í framtíðinni að fara aftur út og það er í fínu landi upp á fjölskylduaðstæður að gera þá er ég opinn fyrir því að spila á eins háu getustigi og hægt er. Að þessu sinni leist mér langbest á KR.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira