„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með íslenska landsliðinu. Skorar hann í Bestu deildinni í sumar? Vísir/Hulda Margrét Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira