„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með íslenska landsliðinu. Skorar hann í Bestu deildinni í sumar? Vísir/Hulda Margrét Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira