Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:22 Fólk horfir á sólina setjast á óvenju heitum febrúardegi í Kansas City í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira