Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 23:02 Birkir tók óvænta beygju frá Val heim til Þórs. Hann mun þó, allavega að hluta, æfa áfram í Reykjavík. Vísir/Arnar Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira