Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:05 Lögregluþjónn stendur vörð í Maravatio í Mexíkó, eftir að tveir frambjóðendur til borgarstjóra voru skotnir til bana í gær. AP/Fernando Llano Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra. Mexíkó Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra.
Mexíkó Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“