Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 15:52 Frá líkvöku Ölmu Barragán, sem myrt var á þriðjudaginn. AP/Armando Solis Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík. Mexíkó Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík.
Mexíkó Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira