Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:05 Lögregluþjónn stendur vörð í Maravatio í Mexíkó, eftir að tveir frambjóðendur til borgarstjóra voru skotnir til bana í gær. AP/Fernando Llano Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra. Mexíkó Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra.
Mexíkó Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira